Sólarsæla

Þegar þetta er skrifað er ég stödd í sumarhúsi systur minnar á Spáni. Hér er alveg yndislegt að vera ég, mér líður vel í hitanum og fíla sólina í botn !  Lífið er svo afslappað og maður hefur einhvern vegin endalausan tíma – stundum erfitt að samt að skipuleggja sig ekki – er að æfa mig í að chilla bara vera róleg og skipuleggja ekki alla daga alveg í tætlur – hefur tekist ágætlega hingað til búin að vera í viku á tvær eftir .... finn smá aukna þörf á skipulagningu en vonandi kemst ég í gegnum daginn án þess að hausinn fyllist að Skipulagiiiiiiii.......(er reyndar búin að skipuleggja ferðir á fimm staði allavega en þetta er alveg rosalega létt skipulagt)Verð reyndar að segja frá því að ég var búin að skipuleggja ferð í Vatnagarð.. við fjölskyldan förum af stað og það er bara skýjað .... já alveg skýjað.... við keyrum að garðinum en þá tók mín bara upp á því að breyta skipulaginu og við fórum til Alicante í staðin..smá að búðast...en þetta þótti mikil framför að geta breytt skipulaginu .. bóndinn átti ekki til orð .. því þegar búið er að skipuleggja eitthvað þá má ekki breyta því ..... en kannski er ég bara svona rosalega chilluð hérna í hitanum !!  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband