Yndislestur

Bókalesturinn heldur áfram í fríinu.  Það er ótrúlegt hvað maður kemst yfir mikinn lestur hér í sælunni á Spáni.  Eins og ég er búin að tjá mig um áður las ég fyrst bókina Marley og Ég, fannst hún alveg frábær.  Þá tók við KARÍTAS án titilseftir Kristínu Marju, það er mjög góð bók þykk og mikil, stundum farið hratt yfir sögu en sagan góð og dregur mann til sín, ekki hægt að leggja bókina frá sér, eins gott að ég var í sumarfríi þegar ég byrjaði á henni því hún er 447 bls. en ég kláraði hana alltof fljótt.  Ég mæli hiklaust með Karítas og bið spennt að lesa framhaldið af henni, Óreiða á striga (lét kallin koma með hana þar sem ég sá fram á að verða uppiskroppa með bækur að lesa) . Síðan las ég Galdur eftir Vilborgu Davíðsdóttur var ekkert sérstaklega hrifin af, bókin ekki nærri eins góð og Hrafninn eftir sama höfund, en mér finnst sérkennilegt að báðar bækurnar enda eins og það sé framhald en ég held að það sé ekki framhald, skrýtið. En ég er dálítið skrýtin með það að ég þoli ekki að hætta að lesa bók í miðju kafi þó að mér finnist hún leiðinleg ég held ég hafi ekki gert það nema nokkrum sinnum á lestrarævinni, ég klára alltaf þó að mér finnist bókin ekki góð – Verð að klára—Það var þannig með Galdur píndi mig að klára hana byrjaði síðan á nýrri bók Áður en ég dey,  og mér finnst hún svo leiðinleg og svei mér þá ég held ég hætti bara að lesa hana, tek hana kannski upp aftur ef ég verð orðin uppiskroppa með bækur --

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband