Lestur

Er búin að lesa tvær bækur nú í desember eftir Jón Kalmar Stefánsson, Himnaríki og Helvíti og Sumarljós og svo kom nóttin.  Báðar bækurnar eru alveg snilldarlega skrifaðar. Í Himnaríki og Helvíti eru sumar setningarnar svo magnaðar að manni langar að lesa þær aftur og aftur alveg greipa þær í hugann. Þetta er bók sem ég þarf að eignast því hana mun ég lesa aftur og undirstrika þessar mögnuðu setningar. Það kom mér á óvart að Jón er fæddur 1963, ungur maður, en skrifin hans eru líkt og eldri manneskja hafi skrifað þau en samt ekki það er eins og hann geti skynjað lífið á sérstakan hátt. Sumarljós og svo kom nóttin er líka góð, manni langar í aðeins meira þar, vill vita meira um hvað svo, hvers vegna og af hverju. Ég mun alveg örugglega sjá leikritið í Þjóðleikhúsinu sem byggt er á bókinni, kannski fæ ég að vita meira þar Wink   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband