Barnahátíð

Frábært framtak hjá Reykjanesbæ í dag að hafa barnahátíð. Dagurinn hjá okkur hjónakornunum fór í að leyfa Guðmundi að njóta sín. Fyrst var farið í DUSS hús í bíó, og horft á Didda og dauði kötturinn, honum fannst myndin mjög skemmtileg og spennandi. Síðan fórum við í Fjörheima á Vallarheiði og það fannst mínum fjör, diskótek og alles --- hann dansaði reyndar ekki -- en hljóp þeim mun meira, fór í billjard og fl. og fl. síðan fórum við í hjólaskautahringinn. Hann prufaði línuskauta í fyrsta sinn, heppinn að fá lánaða skautana sem bróðir hans átti og keyptir voru í Ameríkunni hér um árið Smile þar var boðið upp á kaffi og vöfflur með súkkulaði, það fannst honum gott. Hann þarf nú smá meiri æfingu á skautunum en það hlýtur að koma, þarf að fá hjólaskautasnillinginn bróður sinn til að kenna sér. síðan var farið í næsta hús við hliðina en þar var inni leiktæki fyrir börn, svaka skemmtilegt. Enduðum síðan barnadagskránna á því að heimsækja Skessuna, hún er algjört æði í hellinum sínum. Kórónuðum síðan daginn með því að fara í barnaafmæli. Alveg draumadagur hjá 5 ára strák og kvöldið var ekki síðra, einn af uppáhaldsþáttunum hans í sjónvarpinu -Spaugstofan - (þeir virðast ná til allra aldurshópa) og nú er bara að koma honum í bólið.....Wink

Barnahátíðin verður aftur næsta laugardag og hvet ég fólk til að taka þátt. Næsta laugardag förum við í það sem við komumst ekki yfir í dag, af nógu er að taka.

Til að sjá dagskránna smelltu á linkinn hér fyrir neðan.

http://reykjanesbaer.is/displayer.asp?cat_id=1037&module_id=220&element_id=12219
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband