Stokkhólmur fögur borg

Fór til Stokkhólms í síðustu viku. Mjög falleg borg en miðað við gengið í dag er dýrt að vera þar.  Þar sem við Guðmundur þurftum að eyða miklum tíma saman á meðan pabbi var að vinna þá var áherslan lögð á "barnastaði". Fórum í Junibacken frábær staður þar sem Lína, Emil, Kalli á Þakinu og fleiri sögupersónur Astrid Lindgren vakna til lífsins.  Frábært fyrir krakkana að geta kannað Sjónarhól, mátað fötin hennar Línu, séð rúmið hennar og bara lifað sig inn í ævintýrið.  Mér fannst ekki síður skemmtilegt þarna en Guðmundi, fannst æðislegt að fara í ævintýralestina og það var bara flott að fá ævintýrin sem maður las sem barn svona sjónrænt. Guðmundur var heppinn að fá flotta ferð í Tívoli í Gröna Lund  -- mamma hans er ekki mikið fyrir tækin í tívolí -- en þar sem frændfólk var með í för .. sem fór með hann í ÖLL tækin (sem hann mátti fara í) þá fékk hann ekkert smá mikið út úr þessari ferð.....brosti hringinn þegar gengið var út eftir langan dag í Tívoli með þann stærsta candy floss sem hann hefur fengið.   Fórum líka í tæknisafnið Guðmundi fannst það jafn rosalega skemmtilegt og mömmu hans fannst það leiðinlegt....en hvað gerir maður ekki fyrir börnin..... En gangan að safninu var æði, þvílík og önnur eins fegurð .... náttúran og sköpunin upp á sitt besta.  Á heildina litið var ferðin alveg frábær, fengum góðar móttökur hjá frændfólki í Sverige og ég mun örugglega heimsækja þessa fögru borg síðar Smile------------ þegar gengið lækkar !!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband