Mamma

“Mamma” þetta orð, þetta kraftmikla, ljúfa og einstaka orð. Þegar kallað er “mamma” þá líta allar mæður upp, sem það heyra, kíkja, skynja og horfa yfir, á ég leik? Og ef “hún” á “leik”, þá hleypur engin hraðar en mamman sem kallað er á. Mömmuhjartað er svo stórt og mikið, umburðalynt, ástríkt, mamma sér alltaf það besta, er þolinmóð, hefur húmor fyrir sínum, hjálpsöm, sterkt, umvefur börnin sín alltaf, þrátt fyrir fjarlægðir og fjarveru, þrátt fyrir mismunandi sýn, það brýst fram ljónynja í henni ef einhver gerir eitthvað á hlut barnanna hennar, hún vill vernda börnin sín, halda utan um þau í gleði og sorg, taka raunir þeirra, skipta við þau ef eitthvað bjátar á, taka frá þeim allt sem ekki er gott. Vill samt ýta þeim út í lífið láta þau þroskast, ögra þeim, vill að þau verði mest og best í lífinu, í sjálfum sér, betri fyrirmyndir, betri manneskjur, líði vel í hjartanu, sé sátt við sig, sátt í sálinni. Móðurástin er ótakmörkuð, falleg, einlæg og einstök.  Í lífsins hringsrás þá speglar barn sig í móður sinni og móðir í barni. Þau eru tengd órjúfanlegri keðju sem tengir afkomendur við hvorn annan og skila arfleiðinni og kærleikanum áfram.  

Ég er þakklát móðir þriggja barna, hvert og eitt einstakt, ólík en samt svo lík, fallegust auðvitað, skemmtilegust líka og einstaklega vel gerð. Þau geta snúið mér í hringi og platað mig upp úr skónum, breytist ekkert þó ég eigi bara “stór” börn. Eru endalaust hjálpsöm og góð við mig. Koma mér stundum niður á jörðina, kenna mér, hvetja mig til dáða og eru til staðar, ég þroskast með þeim, spegla mig í þeim og læri. Ég hleyp til þegar þau kalla mamma. Ég er líka barnið sem átti móðir sem kenndi mér svo margt, hún kom hlaupandi þegar ég kallaði, setti plástur á sárið, ég plataði hana upp úr skónum, hún var alltaf til staðar hvort sem það var fyrir ærslabelgin með miklu orkuna, úrilla unglinginn, matgæðingin sem ég er eða konuna sem ég varð.  Hún fylgdi mér í mínu móðurhlutverki og var vinkona mín.


Bloggfærslur 13. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband